Íslenska Enska
Við innskráningu er hægt að nota veflykil Menntagáttar, Íslykil eða rafræn skilríki.

Innskráning með veflykli Menntagáttar

Veflykill sem nemendur 10. bekkjar
fá afhentan í grunnskólanum sínum.

Innskráning með Íslykli

Nemendur 17 ára og eldri sem sækja um í framhaldsskóla smella á island.is-hnappinn hér að neðan og geta þá valið um hvort þeir nota Íslykil eða rafræn skilríki við innskráningu.

Veflykill Menntagáttar:


Kennitala 
Veflykill 


EÐA

Íslykill island.is:


Umsækjendur 17 ára og eldri nota Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn. Íslykil er hægt að fá afhentan hjá Þjóðskrá gegn framvísun persónuskilríkja. Einnig er hægt að sækja um Íslykil rafrænt á www.island.is. Hægt er að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-3 virka daga eða í netbanka og skilar hann sér þangað innan fárra mínútna. Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka.

Umsækjendur 16 ára og yngri og eiga ekki veflykil sem afhentur var í grunnskóla geta einnig sótt um Íslykil eða fengið forráðamann sinn til að sækja veflykil Menntagáttar fyrir sig. Forráðamaðurinn fer þá inn í umsókn og notar til þess Íslykil eða rafræn skilríki. Þegar komið er inn í umsóknina er valinn flipinn "Veflyklar" vinstra megin á síðunni. Þegar hann er valinn kemur listi yfir börn forráðamanns á aldrinum 14-18 ára og veflyklar þeirra. Forráðamaður skrifar veflykilinn niður, skráir sig út úr kerfinu með því að velja "Útskráning" í valmyndinni til vinstri. Umsækjandinn sjálfur getur síðan farið inn í umsóknarformið og skráð inn kennitöluna sína og veflykil Menntagáttar.

Ef koma upp vandamál varðandi innskráningu þarf að hafa samband við Menntamálastofnun í síma 514-7500, senda netpóst á innritun@mms.is eða senda einkaskilaboð til ráðgjafa innritunar á Facebook.
 

Menntamálastofnun - Víkurhvarf 3 - 203 Kópavogur
Sími: 514 7500 - Netfang: innritun@mms.is